Nánar um snyrtimeðferðir

ANDLIT

Húðhreinsun
Yfirborðshreinsun, húðin hituð og djúphreinsuð. Óhreinindi eru kreist upp úr húðinni og djúphreinsimaski borinn á. Að lokum er viðeigandi krem valið. Fagleg ráðgjöf.
60 mín.

Andlitsbað
Yfirborðshreinsun og djúphreinsun, nudd á andlit, háls og axlir. Maski borinn á og viðeigandi krem valið. Fagleg ráðgjöf.
60 mín.

Lúxusandlitsbað
Yfirborðshreinsun, húðin hituð með gufu og djúphreinsuð. Kreistun ef þarf og nudd á andlit, háls og axlir. Meðferðin felst í róandi nuddi og virkum efnum sem borin eru á húðina.
Lúxusmaskar bornir á og viðeigandi krem valin. Fagleg ráðgjöf.
90 mín.

AUGU

Augnhár og augabrúnir eru lituð. Augabrúnir mótaðar með vaxi og/eða plokkun. Ráðgjöf.

VAXMEÐFERÐIR

Meðhöndlun á óæskilegum hárvexti. Hárin fjarlægð með vaxi og kælandi krem borin á eftir vax. Vaxmeðferðir á fótleggi, nára, undir hendur, handleggi, í andlit, bak og axlir.

Sérstök upplausn (ampúla) í boði til að hægja á hárvexti, lýsa hárin og þynna. Einnig til krem til heimanotkunar sem hjálpa til við að hægja á hárvexti og hindra myndun innvaxinna hára.

FÆTUR

Í fótsnyrtingu eru neglur klipptar og snyrtar, naglaböndin mýkt og snyrt. Hörð húð fjarlægð og fætur nuddaðir með viðeigandi kremi. Neglur lakkaðar ef óskað er.

Aukalega í lúxusfótsnyrtingu eru fætur skrúbbaðir með kornamaska í fótabaðinu sem kemur blóðrásinni á hreyfingu, fjarlægir dauðar húðfrumur og frískar fætur. Djúpnærandi og mýkjandi fótamaski borinn á fætur.

HENDUR

Í handsnyrtingu eru neglur snyrtar og þjalaðar, naglabönd mýkt og snyrt. Róandi handanudd með djúpnærandi handáburði. Neglur lakkaðar ef óskað er.
Aukalega í lúxushandsnyrtingu er PARAFINMASKI fyrir hendur, mýkir sérstaklega og djúpnærir hendurnar. Mjög gott við gigt, þurrk, þreytu og slæmri blóðrás í höndum.

FÖRÐUN

Dagförðun, kvöldförðun, brúðarförðun - förðun fyrir hvaða tækifæri sem er. Ráðgjöf.